Tæknimál, æfingar og ýmsar upplýsingar.


Hér má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar tengdum pílukasti til dæmis um hvernig á að setja upp spjaldið og fjarlægð á kastlínu, um grunnreglur pílukasts, mótareglur og riðlablöð, tenglar á æfingar og leiki.

Kennitala og bankaupplýsingar PFH

Kennitala: 580598-2509
Reikningur: 0544-26-32442

Dagatal 2022 · PFH og ÍPS

Hér er Keppnis- og mótadagatal PFH og ÍPS 2022 sem inniheldur allar helstu dagsetningar yfir mót og viðburði fyrir félagsmenn PFH, bæði innanfélagsmót + þau mót sem ÍPS stendur fyrir og meðlimir PFH geta tekið þátt í.

Riðlablöð og mótablað liðakeppni PFH.

Riðlablöð PFH eru hér, allt frá 4 manna riðla upp í 9 manna riðla, sem og útsláttur fyrir 16-manna og 32-manna mót, og svo er líka leikskýrsla fyrir liðamót PFH hér:
Riðlablöð og útsláttur + PFH-Leiksskýrsla

Saga PFH.

Hér er að finna sögu meistaramóta og liðamóta PFH í þeim mótum sem haldin hafa verið.

Liðamót PFH - Hvernig virkar það?

Hér er hægt að lesa nánar um LIÐAMÓT PFH, hvernig þau virka og í hverju er keppt.

Staðan í liðakeppni PFH

Upplýsingar um lið í liðakeppni PFH

Hér eru tengiliðsupplýsingar liða í liðakeppni PFH og fyrirliða þeirra ef á þarf að halda. Liðamótskeppni PFH nr. 2 (vorið 2021)

Lög PFH.

Lög félagsins samþykkt á fyrsta aðalfundi félagsins. Lög PFH á .pdf formi

Skorreitir

Hér eru allir skorreitir píluspjaldsins á einu A4 blaðifyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Fínt að prenta út og hengja upp í æfingaaðstöðunni heima til að æfa sig í að reikna reiti saman.

Liðamót vetur 2022 · Leikjaplan

Hér er hægt að sjá viðureignir í liðamóti PFH veturinn 2022 með því að smella hérna

Æfingar · 10 stutt kennslu videó.

Paul Nicholson er atvinnumaður í pílukasti sem keppt hefur um árabil. Hér fer hann yfir 10 stutt en góð grunnatriði fyrir nýja píluspilara í seríu sem kallast „A Live Darts Masterclass“ og allir geta lært eitthvað af honum.

Æfingar · Tvöfaldir & Þrefaldir reitir.

10 mín. æfingar til að æfa sig í að skjóta í tvöfalda og þrefalda reiti á spjaldinu. Mikilvægt að ná góðum tökum á því fyrir alla spilara. Hér má nálgast æfingar frá kastinu.is.

Viðhald píluspjaldsins.

Mikilvægt er að snúa píluspjöldum reglulega til að dreifa álaginu á helstu reitina og þú getur séð hvernig á að gera það hérna.

Uppsetning á spjöldum.

Með því að smella hér . getur þú séð mynd og mál til að hengja upp spjaldið þitt. Spjaldið á að vera í 173 cm hæð frá jörðu (í miðju / Bull) og 237 cm frá framhlið á spjaldi að skotlínu.

Félagahópar og vinnustaðir.

Píluklúbburinn tekur á móti vina- og vinnustaðahópum og getur sett upp skemmtileg mót í pílukasti í vetur. Hafið samband við Píluklúbbinn fyrir nánari upplýsingar hjá Ingibjörgu og Vitori.

ÍPS · www.dart.is

Íslenska pílusambandið, ÍPS, er sérsamband íþróttagreinarinnar á Íslandi. Á vef ÍPS er ýmis fróðleikur um mótahald, keppnir og hvað er á döfunni.

„Hér snýst allt um pílukast“ á facebook.

Aðal umræðugrúppa píluspilara og þar sem allir sem í pílu eru tala saman og skiptast á upplýsingum. Skylduhópur til að vera í. Hér snýst allt um pílu

Stjórn PFH 2020-2021.

Hér eru upplýsingar um stjórn PFH 2020-2021 sem kjörin var á aðalfundi félagsins í júní 2020 í .pdf skjali.

Merki og ímynd PFH.

Lógó og merki PFH í .pdf skjali fyrir prent og fleira og svo nánar yfir ímynd (letur og heildarútlit) félagsins er hérna.

Bolahönnun.

Útlit á hugmynd af keppnisbol PFH (tillaga)

Æfingar · Útskot.

Eitt það mikilvægasta til að æfa í pílu eru útskotin. Hér eru útskotsæfingar frá kastinu.is.